Karellen

Gullin í grenndinni er samstarfsverkefni leik-og grunnskóla og hefur verið starfrækt í leikskólanum Álfheimum og Vallaskóla frá árinu 2012. Verkefnið hóf göngu sína milli leikskólans Krakkaborgar og Flóaskóla í janúar 2019 og fékk styrk frá sprotasjóði vorið 2019.

Samstarfsaðilar eru skógræktarfélag Villingaholtshrepps, Skógræktarfélag Árnesinga og Flóahreppur. Verkefnastjórar eru Lena Rut Guðmundsóttir sérgreinastjóri útikennslu við leikskólann Krakkaborg, Íris Grétarsdóttir kennari við Flóaskóla og Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Tveir elstu árgangar leikskólans og tveir yngstu árgangar grunnskólans hittast einu sinni í mánuði í skóginum Skagás. Nemendur í Flóaskóla hittast þvert á bekki á útisvæði við Flóaskóla. Markmið verkefnisins er að nemendur stuðli að aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti með því að efla skógrækt í skóginum Skagás og hefjast handa við að byggja upp skóg við Flóaskóla. Með þátttöku nemenda í uppbyggingu og eflingu skógræktar er markmið einnig að auka fjölbreyttni í skólastarfi og stuðla að því að hver einstaklingur fái að njóta sín í þeim verkefnum sem þeir taka þátt í. Ásamt því að skólarnir og íbúar Flóahrepps nýti sér skóginn til útivistar, náttúruupplifana og viðburða í sveitarfélaginu.

Börin hafa unnið fjölbreytt verkefni og má þar nefna gróðursetningu trjáa, grisjun í skógi, fræðslu um bindingu kolefnis úr andrúmslofti og hlutverki skógar í þeim tilgangi. Kennarar verkefnisins hafa sótt námskeið á vegum verkefnisins þar sem þeir hafa lært að tálga og fengið fræðslu um gróðursetningu tjáa.

Áætlaður afrakstur verkefnisins er:

  • að börnin öðlist skilning á mikilvægi skógræktar við kolefnisbindingu úr andrúmslofti.
  • að börnin hafi öðlast þekkingu á ólíkum vistkerfum og hvernig veðurfar og lífbreytileiki getur breyst við það eitt að planta trjám.
  • að börnin beri virðingu fyrir náttúrunni og geti á lýðræðislegan hátt tekið afstöðu með umhverfisvernd sem nær ekki aðeins til nútímans heldur einnig til framtíðar.
  • að börnin hafi upplifað ánægju af því að dvelja úti í náttúrunni sem geti orðið til þess að auka áhuga þeirra á náttúru og útivist í framtíðinni.
  • að tengsl milli nemenda skólastiga hafi eflst sem geti leitt til þess að það verði auðveldara fyrir nemendur leikskólans að flytjast yfir í grunnskólann. En það má leiða líkur að því að þegar börn hefja skólagöngu sé gott að þekkja börnin og starfsfólkið sem fyrir er í skólanumVerkefnastjórar hafa gert námskrá fyrir Gullin í grenndinni sem verður send með skýrslunni í viðhengi.
© 2016 - 2023 Karellen