Karellen

Starfsáætlanir

Starfsáætlun Krakkaborgar

Samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 kemur fram í 5. mgr. 11.gr. að leikskólastjóra beri að gefa árlega út starfsáætlun leikskóla. Þar sem gerð er grein fyrir starfsemi leikskólans, skóladagatali og öðru er viðkemur starfseminni. Einnig kemur fram að foreldraráð skuli fá hana afhenta til umsagnar áður en hún er staðfest af fræðslunefnd sveitafélagsins. Að því búnu skal starfsáætlunin kynnt foreldrum leikskólabarna. Starfsáætlun leikskólans Krakkaborgar er hugsuð sem skýr leiðarvísir á því starfi sem fer fram í leikskólanum. Hún hefur að geyma stefnukort Krakkaborgar þar sem grunnstefnuþættir leikskólans koma fram en þeir eru: Þjónusta – Mannauður – Fjármál. Einnig má finna verkefna- og símenntunaráætlun leikskólans.


© 2016 - 2023 Karellen