Karellen

Starfsemi foreldrafélagsins

Allir foreldrar barna við leikskólann Krakkaborg eru sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi leikskólans.Aðalfundur félagsins er haldin í byrjun hvers skólaárs og eru foreldrar hvattir til að mæta. Markmið foreldrafélagsins eru að:

  • Stuðla að fræðslu um uppeldismál, foreldrum og börnum til gagns og ánægju.
  • Auka samstarf milli foreldra og starfsfólks
  • Stuðla að samstarfi við foreldrafélög grunnskólanna ásamt starfsfólki leikskólans.

Foreldrafélag Krakkaborg stendur fyrir tveimur viðburðum í samstarfi við leikskólann Krakkaborg en þeir eru jólaballið og sumarhátíðin. Að auki styður Foreldrafélagið við leikskólastarfið á ýmsan hátt m.a. með að gefa leikskólanum efnivið og leikföng.

Stjórn foreldrafélagsins

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2022-2023 eru:

Formaður: Kristrún Jónsdóttir

Gjaldkeri: Hafdís Gígja Björnsdóttir

Ritari: Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir

Varamenn: Þórður Jónsson Thors

Skoðunarmaður reikninga: Snædís Mjöll Kristjánsdóttir

Fundargerðir

Foreldrafélag Krakkaborgar 2023-2024

Aðalfundur félagsins var haldin í Krakkaborg 4. október 2023 kl 20:00. Mættir eru 4 foreldrar ásamt stjórn foreldrafélagsins. Í stjórn félagsins sitja Kristrún Jónsdóttir formaður, Hafdís Gígja Björnsdóttir gjaldkeri og Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir ritari. Varamaður er Þórður Thors, endurskoðandi reikninga er Snædís Mjöll Kristjánsdóttir. Farið var yfir seinasta ár. Haldin var aðventusamvera í desember þar sem foreldrafélagið bauð upp á smákökur og kakó úti í garði. Fengnir voru jólasveinar sem foreldraráðið sá um að panta. Á óvæntadeginum þá sá foreldrafélagið um eggjaleit í garðinum. Gerðir voru risaeðluklakar og þeir faldnir í garðinum. Foreldraráðið sá um að grilla pylsur á sumarhátið, skólahreystikrakkar voru fengnir til þess að sjá um nokkrar þrautir í garðinum undir handleiðslu Örvars Rafns Hlíðdals og Malín á Tindum var fengin til þess að koma með hestvagn og rúnta með krakkana. Einnig keypti foreldraráðið merkt handklæði fyrir útskriftarárgang leikskólans.

Farið var yfir ársreikninga seinasta árs. Árgjaldið var hækkað í fyrra í 3000 kr. Greiðslur bárust frá 10 heimilum af 27 heimilum. Í fyrra voru greiðslurnar sendar á feður en ári áður á mæður og greiddu allar mæður gjöldin. Nefdninni var hrósað fyrir hagsýni og útsjónasemi í rekstri. Tekin var ákvörðun um að senda árgjöldin strax í október.

Nefnd var hugmynd um að fá foreldra til þess taka sig saman og ditta að skólalóð leikskólans. Foreldraráð fer í það að tala við Söru leikskólastjóra um málið.

Kosningar: Hafdís er búin að sitja í tvö ár sem gjaldkeri, Hafdís gefur kost á sér aftur sem gjaldkeri sem samþykkt var með 6 atkvæðum. Snædís gefur kost á sér áfram sem endurskoðandi og Sveinn Orri gaf kost á sér sem auka varamaður, það var samþykkt með 6 atkvæðum.

Önnur mál: Rætt um að fá ljósmyndara til þess að koma og taka myndir af nemendum Krakkaborgar. Búið var að ræða við Söndru Dís í Jaðarkoti um að taka verkið að sér. Tekin var ákvörðun um að hafa myndartökuna fyrir jól.

Foreldrar lýstu yfir almennri ánægju með leikskólann, gott að vita að faglærðu fólki í húsi. Nýta mætti karellen betur varðandi t.d. viðburði. Góð tilfinning fyrir foreldra að sjá myndir af barninu í starfi. Mætti skoða að auka foreldrasamstarf t.d. konudagskaffi, bóndadagskaffi, jólaföndur. Foreldrafélagið stefnir á fund með leikskólastjóra til þess að ræða önnur mál.

Fundi slitið 21:10

Aðalfundur foreldrafélags Krakkaborgar, haldin 19.október 2022 á kafffistofu Krakkaborgar. Fundur settur kl.20:00 og mættu 5 foreldrar. Walter Fannar Kristinsson er fundarstjóri og Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir fundarritari.

  • 1.Walter las upp greinargerða frá Erlu Björgu Aðalsteinsdóttir þar sem farið var yfir seinasta ár. Foreldrafélagið hélt ekki jólaball vegna covid 19, en keyptu handklæði fyrir útskriftarhópinn og létu merkja með nöfnum þeirra. Foreldrafélagið styrkti leikskólann um 50 þúsund kr. Vegna kaupa á Bambagróðurhúsi.
  • 2.Farið var yfir reikninga og var félagið rekið með hagnaði. Allir reikningar samþykktir.
  • 3.Rætt var um að að hækka árgjaldið í 3000 kr á hvert hiemili. Tekin var ákvörðun um að senda reikning á heimabanka núna fyrir þetta skólaár.– samþykkt
  • 4.Rætt var i, jólaballið og það væri í hönfum foreldrafélagsins. Leikskólinn pantar salinn og félagið sér i, veitingar, atriði, glaðning frá jólasveininum og jólasveina. Sumarhátíðin er þá meira í höndum leikskólans.
  • 5.Kosningar. Walter Fannar gefur ekki kost á sér áfram. Kristrún Jónsdóttir gefur kost á sér sem formaður félagsins. Erla Björg gefur ekki kost á sér áfram sem ritari. Iðunn Ýr býður sig fram sem ritari. Hafdís Gígja býður sig áfram fram sem gjaldkera félagsins. Þórður er varamaður og Snædís Mjöll endurskoðaði reikninga.
  • 6.Mikil ánægja lýst yfir starfinu í leikskólanum og finna foreldrar fyrir góðum anda í leikskólanum. Einnig var uppskeruhátíðin rædd þar sem hún gekk einstaklega vel og var vel heppnuð.

Ekki fleira rætt og sundislitið 21:15


1. mál: Farið er yfir reikninga. Ekki var haldinn aðalfundur árið 2020 og er því farið yfir reikninga fyrir tvö ár. Skoða þarf nánar af hverju bankinn er að rukka þjónustugjald fyrir debitkort sem er ekki til staðar. Bent er á að valgreiðslur birtast ekki hjá öllum í heimabankanum og lagt til að ábending sé send til foreldra þegar rukkun er send. Reikningar eru samþykktir.

2. mál: Farið yfir síðastliðið ár. Vegna covid-19 var lítið gert og hvorki haldið jólaball né vorhátíð. Foreldrafélagið keypti sem gjöf sýninguna Ævintýri með Jónatani og drekanum, til að koma og sýna fyrir börnin í Þingborg.

3. mál: Kosningar. Walter Fannar Kristjánsson gefur áfram kost á sér sem formaður félagsins og Erla Björg Aðalsteinsdóttir gefur einnig áfram kost á sér sem ritari. Hrafnhildur Baldursdóttir gefur ekki áfram kost á sér sem gjaldkeri. Hafdís Gígja Björnsdóttir býður sig fram sem gjaldkera. Eydís Rós Eyglóardóttir býður sig ekki fram sem endurskoðandi reikninga. Snædís Mjöll Kristjánsdóttir býðir sig fram í hennar stað. Samþykkt af fundarmönnum.

4. mál. Ákveðið er að halda árgjaldi óbreytt, 2.500 kr á heimili.

5. mál: Önnur mál. Rætt er um stöðu leiksskólastjóra við skólann og hvort stefnt sé að því að auglýsa eftir nýjum leiksskólastjóra á næstunni. Áhyggjur eru uppi um háa starfsmannaveltu og að margir góðir kennarar hafi sagt skilið við leiksskólann á síðastliðnum árum. Einnig er rætt um hvaða gildi eru viðhöfð í leiksskólanum almennt og í samskiptum kennara við börnin. Rætt er um fjölda og skipulag starfsdaga, starfsfunda og viðburða í skóladagatali og hvar tækifæri eru til betrumbóta. Meðal hugmynda sem komu fram eru að tímasetja starfsfundi í lok dags eða að hafa fundina eftir skóla og leysa það út með fríi starfsfólks í staðinn. Rætt er um möguleikann á að einnig sé hægt að koma með börn á Lóudeild kl 07:45 líkt og á öðrum deildum. Rætt er um fáliðunarstefnu og að hún hafi verið mikið notuð síðastliðinn vetur. Þar hafi covid-19 spilað inn í en einnig vöntun á starfsfólki. Ákveðið er að óska eftir fundi með leiksskólastjóra og sveitastjóra til að ræða þau atriði sem fram hafa komið hér í kvöld.

Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl 21:30.

- Fundarritari

© 2016 - 2024 Karellen