Karellen

Starfsemi Foreldraráðs

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

í 11. grein í lögum um leikskóla segir:

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Stjón Foreldraráðs

Í foreldraráði veturinn 2022-2023 eru:

 • Andrea Björk Olgeirsdóttir
 • Snædís Mjöll Kristjánsdóttir
 • Benedikt Karl Gröndal

Fundargerðir

Foreldraráðsfundur 13. október 2022

Mætt voru: Snædís, Sara, Andrea, Þórdís og Benni (ritari)

 • Sara ræddi stöðuna á leikskólanum. Það eru 5 börn að bíða eftir plássi á Lóudeild. Að þau komist inn veltur á auknum starfsmönnum. Erum að missa 1, mögulega 2 starfsmenn um áramótin.

 • Kynntar voru breytingar á skóladagatalinu. Tveir starfsdagar og einn starfsmannafundur færðir til að svo starfsmenn geti farið í námsferð til Brighton í vor.

 • Einnig voru kynntar breytingar á sumarleyfinu. Óskað er eftir því að fríið verði fært um viku inn í júlí. Skólinn myndi þá opna 10. Ágúst en ekki strax eftir verslunarmannahelgi. - Sara ætlar að biðja Walter um að taka þetta fyrir fundi foreldrafélagsins til athuga viðbrögð annara foreldra.

 • Sara les upp reglur foreldraráðs.

 • Þórdís kynnti agastefnu skólans. Lítill bæklingur verður sendur til foreldra og svo verður búið til ítarlega efni fyrir starfsfólk sem yðir meiri í ætt við leiðarvísi.

 • Trúnaðarmál.

Foreldraráðsfundur 10.maí 2022

Mættir: Benni, Sara, Þórdís, Snædís og Erna (ritari)


 1. Sara fer yfir síðustu fundargerð

 1. Farið var yfir starfsmannaál vetrarins

 1. Verið er að setja upp vorsýningu sem opnar 13. maí á Fjör í Flóa

 1. Leikskóladagatal 2022-2023 samþykkt

 1. Hugmynd um að útskriftarhópur myndi fara í íþróttir með 1.bekk í Þingborg

 1. Farið yfir viðburðardagatal 2020-2023 og ánægja með að þjappa viðburðum saman í Gleðivikur og Regnbogavikur

 1. Fyrstu drög sýnd að agastefnu skólans. Ætlunin er að þetta verði opinbert skjal og að samræming verði á milli deilda. Verður kynnt fyrir foreldrum eftir sumarfrí.

 1. Rætt um heimsókn frambjóðenda til sveitastjórnarkostninga en í þeim fengu starfsfólk og frambjóðendur tækifæri til að ræða framtíð leikskólans.

 1. Starfsþróunnarsamtöl hafa gengið vel og þeir starfsmenn sem hefur verið talað við eru ánægðir og vilja halda áfram.

 1. Ánægja með fræðslu í vetur skyndihjálp pg tannlækna, virkja fræðslu og halda þessu áfram.

 1. Fundi slitið

Foreldraráðsfundur 12.október 2021

Mættir: Benedikt (ritari) Snædís, Sara – Erna fjarverandi

 • Farið var yfir starfssreglur foreldraráðs
 • Sara fór yfir hvernig veturinn fer af stað en það gegnur allt vel eins og er. Þrír starfmenn hafa tilkynnt þungun hjá sér núna og er nú þegar eitthvað farið að detta í leyfi vegna þess. Búið er að auglýsa nokkuð grimmt eftir fólki til að manna þær stöður sem detta út en það er lítið um svör.

Foreldrafélag var með aðalfund fyrir nokkru síðan og komu upp nokkur mál sem rædd voru í framhaldinu:

 • Foreldrar velta fyrir sér ástæðu á starfsmannaveltu
 • Skóladagatal, starfsdagar, starfsmannafundir og litadagar – umræður um þessa daga og kom leikskólastjóri með útskýringar.
 • opnunartími á Lóudeild ræddur
 • Leikskólagjöld – rætt var um leikskólagjöldi og hversu há þau væru orðin. Leikskólastjóri bendir á sveitarsjórnin sér um þau mál.
 • Að fá aðstoð – leikskólastjóri útskýrir hvað það þýðir.

Sara kom með spurningu um íþróttasal

Trúnaðarmál


Foreldraráðsfundur 26. Janúar 2021

Mættar: Þórdís, Sara (fundarritari) Eydís, Fanney, Erna (kom seinna inn)

 • Þórdís biður foreldraráð afsökunar. Útskýrir stöðumála í leikskólanum og segir frá ferlinu sem átt hefur sér stað í honum. Sara og hún sjálf detta inn í þessar stöður og eru að reyna að halda sjó.
 • Foreldraráð leggur til að nota ljósmyndir af starfsfólki sem er að vinna í húsinu hverju sinni. Hefur borið á óöryggi meðal foreldra hverjir eru að vinna í leikskólanum.
 • Lagt var til að næsta foreldraráð verði saman sett af foreldrum af hverri deild. Póstur verður sendur út eftir páska.
 • Rætt lítiðlega um skóla- og viðburðardagatal næsta árs
 • Trúnaðarmál

Foreldraráðsfundur 16.mars 2021

Mættar: Sara, Erna, Fanney, Eydís (fundarritari)

 • Skóladagatal 2021-2022 lagt fram, drög til umræðu. Starfsdagar ræddir og samræming við Flóaskóla
 • Farið yfir mönnun skolans sem er góð eins og staðan er í dag,
 • Heimasíðan í vnnslu, uppfærsla á upplýsingum að detta inn
 • Karellen uppfærsla á appi ný komin, mikilvægt er að minna foreldra á að uppfæra hjá sér í símtækjum.
 • Umræða um miðlun á fréttum og starfi leikskólans, hvaða leiðir á að nýta.
 • Skólinn er að fá stimpilklukku fyrir starfsmenn sem er frábært viðbót í verkfærinn.
 • Smá umræða um útfærslu á styttingu vinnuvikunar
 • Ákveðið að vekja athygli á að foreldra vanti í fræðslunefnd fyrir næsta vetur.
© 2016 - 2023 Karellen