Karellen

Starfsemi Foreldraráðs

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

í 11. grein í lögum um leikskóla segir:

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Stjón Foreldraráðs

Í foreldraráði veturinn 2021-2022 eru:

 • Erna Jóhannesdóttir
 • Snædís Mjöll Kristjánsdóttir
 • Benedikt Karl Gröndal

Fundargerðir

Foreldraráðsfundur 12.október 2021

Mættir: Benedikt (ritari) Snædís, Sara – Erna fjarverandi

 • Farið var yfir starfssreglur foreldraráðs
 • Sara fór yfir hvernig veturinn fer af stað en það gegnur allt vel eins og er. Þrír starfmenn hafa tilkynnt þungun hjá sér núna og er nú þegar eitthvað farið að detta í leyfi vegna þess. Oddný hefur sagt upp störfum og mun hætta um mánaðarmót nóv/des. Búið er að auglýsa nokkuð grimmt eftir fólki til að manna þær stöður sem detta út en það er lítið um svör.

Foreldrafélag var með aðalfund fyrir nokkru síðan og komu upp nokkur mál sem rædd voru í framhaldinu:

 • Starfsmannavelta mikil, afhverju? – þeir starfsmenn sem hafa sagt upp nú þegar og núna í vor sögðu ekki upp vegna ósættis heldur breyttra heimilsaðstæðna. Hér ríkir góður starfsmannaandi og gleði milli starfsmanna. Erfitt er að segja afhverju þessi starfsmannavelta er og sýndi Sara foreldrum skylning á aðstæðum sem voru síðastliðin vetur þegar allir báru grímur og þekktu ekki ný andlit sem birtust allt í einu inni á deildum. – reynum að láta foreldra vita þegar nýjir starfsmenn eru væntanlegir í framtíðinni. Leikskólinn er búin að vera að auglýsa eftir fólki til að fylla þær stöður sem eru að losna núna en það er lítið um viðbrögð.
 • Veikindaleyfi leikskólastjóra, hvað má Gugga vera lengi frá? – vegna starfsreynslu þá á hún rétta á 1 ári í veikindaleyfi og svo 1 ár eftir það á vegum stéttarfélagsins. Eins og staðan er núna er ekki enn vitað hvenær hún er væntanleg aftur en við vonum að hún komi á endanum. Búið er að biðla til Söru um að sitja sem stjónandi þetta skólaárið hvað verður eftir það kemur í ljós.
 • Skóladagatal, starfsdagar, starfsmannafundir og litadagar – upp kom á fundinum að það væri ósamræmi á milli þjónustusamnings og skóladagatalsins, Sara var núna ekki viss og taldi starfsdaga og starfsmannafundi út frá síðasta skóladagatali. Fannst skrýtið að það skuli vera ósamræmi þar sem það var samþykkt af þá verandi skóladagatali, fræðslunefnd og sveitastjórn en ætlaði samt að skoða það. Munurinn á starfsdögum og starfsmannafundum er í raun að á starfsdögum þá er mikil fræðsla og allir starfsmenn leikskóans fá tækifæri til að sækja sér einhverskona endumenntun. Á starfsmannafundum eru allskyns málfefni rædd lýkt og slysa- og áfallaáætlun, farið yfir rýmingaráætlanir, samskiptastefnu leikskólans og annað sem hópurinn þarf að ræða sem heild.
 • Auka 15 mín á Lóudeild – umræður um hversvegna Lóudeild opnar ekki fyrr en kl 8 en ekki kl 7:45 eins og á hinumdeildunum. Ásræðan er einfaldlega sú að það er enginn starfsmaður sem kemur til vinnu á Lóudeild fyrr en kl.8:00 og því væri það alltaf einhver „ókunnugur“ sem væri að taka á móti Lóu-nemanda. Slíkt getur valdi óöryggi nemanda og getur valdið bakslagi í aðlögun t.d. hins vegar er foreldrum alveg heimilt að nýta sér það að koma með nemnanda fyrr en þá fer hann inn á Ugludeild til að byrja með og flyst svo yfir á Lódeild kl.8. hugmyndir um að færa þá opnunina alveg yfir á Lóudeild koma alveg til greina og mun Sara ræða við sitt samstarfsfólk vegna þess og skoða alla möguleika í því máli.
 • Leikskólagjöld – rætt var um leikskólagjöldi og hversu há þau væru orðin. Foreldrar velta því fyrir sér hvort það sé hvetjandi fyrir ungt fólk að flytja í sveitina vegna þess hver há leikskólagjöldin eru. En leikskólastjóri hefur lítið um þau að segja en mun koma málefninu áleiðis til sveitastjóra og sveitastjónar.
 • Að fá aðstoð – foreldrar hafa velt þessu fyrirbæri fyrir sér en þetta er í raun orðaræða sem er notuð í leikskólanum. Sara svarar: Ef nemenadi á t.d. erfitt með að hafa stjórn á höndunum sínum þá er viðkomandi spurður: „getur þú haft stjórn á þér eða þarft þú aðstoð?“ þetta er aðvörun um að nemandi sé að brjóta af sér og er að fá tækifæri til að leiðrétta hegðunina sína. Takist það ekki fær nemandi „aðstoð“ hann ýmist tekin í hendi leiddur um útisvæðið t.d. eða tekin úr aðstæðum. Nemendum finnst eðlilega leiðinlegt að fá/fara í aðstoð en þetta er aðferð sem er notuð víða um landið og í ýmsum útfærslum.

Sara kom með spurningu um íþróttasal

 • Eru einhver ósætti með það að nemendur eru ekki að fara í salinn? - Leikskólinn gaf heilbirgðisþjónustu suðurlands að nýta aðstöðuna fyrir bólusetningu á miðvikudögum eða þegar leikskólinn átti í rauninni að vera með íþróttir. Hér í Krakkaborg er lögð rík áhersla á útiveru og því kusu starfsmenn að nýta útisvæðið til íþróttakennslu. Farið er í útileiki, trén eru nýtt til klifurs (innann skinsamlegar marka) og ójafn jarðvegur til styrkingar. Töldu starfsmenn salinn vera fínasta aðstað til íþróttakennslu en finnst áhöld og annað vera ábótavant. Þegar ekki er verið að bólusetja mun leikskólinn nýta salinn til kennslu og annað. – þeir sem sátu fundinn höfðu ekki heyrt neitt sérstak hvað það varðar en ætla að vera vakandi fyrir umræðunni.

Trúnaðarmál


Foreldraráðsfundur 26. Janúar 2021

Mættar: Þórdís, Sara (fundarritari) Eydís, Fanney, Erna (kom seinna inn)

 • Þórdís biður foreldraráð afsökunar. Útskýrir stöðumála í leikskólanum og segir frá ferlinu sem átt hefur sér stað í honum. Sara og hún sjálf detta inn í þessar stöður og eru að reyna að halda sjó.
 • Foreldraráð leggur til að nota ljósmyndir af starfsfólki sem er að vinna í húsinu hverju sinni. Hefur borið á óöryggi meðal foreldra hverjir eru að vinna í leikskólanum.
 • Lagt var til að næsta foreldraráð verði saman sett af foreldrum af hverri deild. Póstur verður sendur út eftir páska.
 • Rætt lítiðlega um skóla- og viðburðardagatal næsta árs
 • Trúnaðarmál

Foreldraráðsfundur 16.mars 2021

Mættar: Sara, Erna, Fanney, Eydís (fundarritari)

 • Skóladagatal 2021-2022 lagt fram, drög til umræðu. Starfsdagar ræddir og samræming við Flóaskóla
 • Farið yfir mönnun skolans sem er góð eins og staðan er í dag,
 • Heimasíðan í vnnslu, uppfærsla á upplýsingum að detta inn
 • Karellen uppfærsla á appi ný komin, mikilvægt er að minna foreldra á að uppfæra hjá sér í símtækjum.
 • Umræða um miðlun á fréttum og starfi leikskólans, hvaða leiðir á að nýta.
 • Skólinn er að fá stimpilklukku fyrir starfsmenn sem er frábært viðbót í verkfærinn.
 • Smá umræða um útfærslu á styttingu vinnuvikunar
 • Ákveðið að vekja athygli á að foreldra vanti í fræðslunefnd fyrir næsta vetur.
© 2016 - 2022 Karellen