Krakkaborg

Þingborg, Flóahreppi, 801 Selfoss
Sími: 480-0150, Netfang: leikskoli(hjá)floahreppur.is
Leikskólastjóri: Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir

Fjöldi nemenda er 46 og fjöldi starfsmanna er 19.
Saga skólans

Leikskólinn Krakkaborg hóf starfsemi sína fyrst í Villingaholtskóla árið 1982 og stóðu foreldrar að rekstri leikskólans þá. Árið 1996 flutti leikskólinn í félagsheimilið í Þingborg. Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur voru rekstraraðilar frá 1996 fram til ársins 2004, en þá kom Gaulverjabæjarhreppur inn í reksturinn. Í ágúst 2004 flutti leikskólinn í grunnskólahúsnæðið í Þingborg þar var rekinn þriggja deilda leikskóli með 40 börn í vistun á aldrinum 9 mnd til 6 ára. Í febrúar 2015 flutti leikskólinn í nýtt og betrumbætt húsnæði í Þingborg. Rekstraraðili í dag er Flóahreppur.