Karellen

Nemendaverndarráð skipa

Leikskólastjóri, sérkennslustjóri (tengiliður), deildarstjórar í Krakkaborg, aðilar frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Hægt er að kalla inn fulltrúa frá barnavernd eða aðra sérfræðinga þegar tilefni er til.Sérkennslustjóri sýrir starfi hópsins í samvinnu með leikskólastjóra.

Hlutverk nemendarverndaráðs

  • Að vinna í anda snemmtækrar íhlutunar þannig að strax sé gripið inn í ef grunur er um frávik í þroska, námsvanda, líðan o.fl.
  • Að hópurinn veiti ráðgjöf til deildarstjóra sem miðar að því að finna leiðir um hvernig brugðist skuli við vandanum og gerir áætlun um inngrip og úrræði. Einnig verði foreldrum veittur stuðningur og ráðgjöf eftir því sem við á og málið unnið í samstarfi og samvinnu með þeim, eins og kostur er.
  • Að deildarstjórar tileinki sér ráðgjöfina og hafi hana að leiðarljósi í samskonar verkefnum sem kunna að koma upp síðar.
  • Nemendaráðið ræðir í sameiningu um hvert og eitt mál og leggur í sameiningu fram þau úrræði sem reynd skuli í hverju máli. Gerð er tímasett áætlun um úrræðin og ákveðið hver ber ábyrgð á þeirri vinnu.Þegar ákvörðun hefur verið tekin um nauðsynlegar ráðstafanir, umbætur eða aðgerðir eru foreldrar upplýstir um niðrustöðu ráðgjafahópsins.

Vísun mála til nemendaverndarráðs

  • Starfsfólk leikskóla, foreldrar og fulltrúar skólaþjónustu skólans geta óskað eftir því við teymisstjóra í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu.

Nemendaverndarráð skal taka fyrir málefni sem vísað er til ráðsins eins fljótt og auðið er.

Möguleg samþætting má ræða á nemendarverndarráðsfundum, en þó ekki gert ráð fyrir því í farsældarlögum.

Óheimilt samkvæmt lögum er að leggja fyrir beiðni um samþættingu á nemendarverndaráðsfundum.

Reglur um trúnað

  • Fara skal með persónuupplýsingar í samræmi við fyrirmæli um þagnarskyldu og gildandi lög um persónuvernd. Þeir sem sitja í nemendaráði skulu gæta þagmælsku um atriði sem varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem þeir fá vitneskju um og leynt eiga að fara.
  • Þagnarskylda nær ekki til atvika sem ber að tilkynna um lögum samkvæmt.
  • Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af störfum eða hættir í teyminu.

Annað

  • Ávallt skal leita eftir samstarfi og samþykki foreldra áður en mál barns er tekið formlega fyrir í ráðgjafahópi. Það er gert í upphafi leikskólagöngu hvers nemenda (sjá fylgiskjal 1 – Leyfi foreldra).
  • Skipa þarf ritara ráðgjafahópsins sem færir mál í trúnaðarbók þar sem fram koma skamstafanir þeirra nemenda sem rætt er um, ástæður og helstu niðurstöður. Fundagerðarbók þessi skal vera í vörslu sérkennslustjóra og eiga foreldrar rétt á að kynna sér efni hennar hvað varðar þeirra eigið barn.

Nemendaverndarráð setur sér starfs- og verklagsreglur þar sem m.a. er kveðið á um tíðni funda ráðsins. Starfsmaður skólaþjónustu sér um að boða til fundar. Fundir skulu færðir til bókar með tilit til persónuverndar.

*Endurskoðað september 2024

© 2016 - 2024 Karellen