Starfsemi foreldrafélagsins

Allir foreldrar barna við leikskólann Krakkaborg eru sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi leikskólans.Aðalfundur félagsins er haldin í byrjun hvers skólaárs og eru foreldrar hvattir til að mæta. Markmið foreldrafélagsins eru að:

  • Stuðla að fræðslu um uppeldismál, foreldrum og börnum til gagns og ánægju.
  • Auka samstarf milli foreldra og starfsfólks
  • Stuðla að samstarfi við foreldrafélög grunnskólanna ásamt starfsfólki leikskólans.

Foreldrafélag Krakkaborg stendur fyrir tveimur viðburðum í samstarfi við leikskólann Krakkaborg en þeir eru jólaballið og sumarhátíðin. Að auki styður Foreldrafélagið við leikskólastarfið á ýmsan hátt m.a. með að gefa leikskólanum efnivið og leikföng.

Stjórn foreldrafélagsins

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2019-2020 eru:

Formaður: Walter Fannar Kristjánsson

Gjaldkeri: Hrafnhildur Baldursdóttir

Ritari: Erla Björk Aðalsteinsdóttira

Varamenn: Unnur Þorvaldsdóttir, Magnús Baldursson, Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir og Karólína Alma Jónsdóttir.

Skoðunarmaður reikninga: Eydís Rós Eyglóardóttir

Fundargerðir

© 2016 - 2021 Karellen