Starfsemi Foreldraráðs

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

í 11. grein í lögum um leikskóla segir:

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Stjón Foreldraráðs

Í foreldraráði veturinn 2019-2020 eru:

 • Erna Jóhannesdóttir
 • Eydís Rós Eyglóardóttir
 • Fanney Ólafsdóttir.


Fundargerðir

Foreldraráðsfundur 26. Janúar 2021

Mættar: Þórdís, Sara (fundarritari) Eydís, Fanney, Erna (kom seinna inn)

 • Þórdís biður foreldraráð afsökunar. Útskýrir stöðumála í leikskólanum og segir frá ferlinu sem átt hefur sér stað í honum. Sara og hún sjálf detta inn í þessar stöður og eru að reyna að halda sjó.
 • Foreldraráð leggur til að nota ljósmyndir af starfsfólki sem er að vinna í húsinu hverju sinni. Hefur borið á óöryggi meðal foreldra hverjir eru að vinna í leikskólanum.
 • Lagt var til að næsta foreldraráð verði saman sett af foreldrum af hverri deild. Póstur verður sendur út eftir páska.
 • Rætt lítiðlega um skóla- og viðburðardagatal næsta árs
 • Trúnaðarmál

Foreldraráðsfundur 16.mars 2021

Mættar: Sara, Erna, Fanney, Eydís (fundarritari)

 • Skóladagatal 2021-2022 lagt fram, drög til umræðu. Starfsdagar ræddir og samræming við Flóaskóla
 • Farið yfir mönnun skolans sem er góð eins og staðan er í dag,
 • Heimasíðan í vnnslu, uppfærsla á upplýsingum að detta inn
 • Karellen uppfærsla á appi ný komin, mikilvægt er að minna foreldra á að uppfæra hjá sér í símtækjum.
 • Umræða um miðlun á fréttum og starfi leikskólans, hvaða leiðir á að nýta.
 • Skólinn er að fá stimpilklukku fyrir starfsmenn sem er frábært viðbót í verkfærinn.
 • Smá umræða um útfærslu á styttingu vinnuvikunar
 • Ákveðið að vekja athygli á að foreldra vanti í fræðslunefnd fyrir næsta vetur.
© 2016 - 2021 Karellen