Karellen

Dvalar- og inntökuskilyrði

  • 1. Krakkaborg er leikskóli fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára.
  • 2. Skilyrði fyrir námi í leikskólanum er að barn og a.m.k. annað foreldrið séu með lögheimili í Flóahreppi, samkvæmt þjóðskrá. Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna sem hyggjast flytja í Flóahrepp geta sótt um í leikskólanum en barn fær ekki inngöngu fyrr en lögheimili hefur verið flutt. Möguleiki er á þvi að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef laus eru pláss í leikskólanum og að lögheimilissveitarfélag greiði hlut Flóahrepps í kostnaði samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitafélaga. Yfirlýsing frá lögheimilissveitarfélagi þarf að liggja fyrir áður en inntaka barnsins er samþykkt. Þurfi nemandi utan sveitarfélags að víkja fyrir barni í Flóahreppi skal uppsagnarfrestur vera 3 mánuðir.
  • 3. Nemendur eru skráðir í leikskólann eftir kennitölum, þeir elstu fyrst. Hægt er að óska eftir forgangi fyrir börn með sérþarfir, börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða starfsmannabörn. Þá þarf að liggja fyrir greining frá viðurkenndum greiningaraðilum s.s. Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins, sálfræðingi og barnalækni, félagsþjónustu eða leikskólastjóra.
  • 4. Lágmarksdvöl er fjórir dagar í viku fjóra tíma í senn. Þessir dagar skulu vera samfelldir, mánudag til fimmtudags eða þriðjudag til föstudags og með sama dvalartíma. Ef nemandi er fimm daga í leikskólanum þá skulu þeir dagar einnig vera með sama dvalartíma. Dvalartími getur hafist á bilinu 7:45, 8:00, 8:30, 9:00 og 12:30.
  • 5. Opnunartími leikskólans er frá kl. 7:45 – 16:15 og eiga allir nemendur að vera farnir úr húsi kl 16:15. Hægt er að sækja um að kaupa auka korter fyrir og eftir umsaminn dvalartíma.
  • 6. Heimilt er að innheimta aukagjald ef dvöl fer fram yfir umsaminn dvalartíma. Gjaldið tekur mið af gjaldskrá leikskólans en innheimt er fyrir byrjaðar 15 mínútur.
  • Forgangsgjald.
  • 7. Forgangsgjald er greiðsla fyrir öryrkja, börn einstæðra foreldra og börn námsmanna, séu báðir eða annað foreldri í fullu námi. Skilyrði fyrir niðurgreiðslu er að fólk framvísi vottorði frá Tryggingastofnun, sýslumanni eða innritunarvottorði/námsvottorði frá skóla í upphafi hverrar annar. Hefji einstætt foreldri sambúð, skal það greiða hærra gjald strax og sambúð hefst. Slíti foreldrar sambúð, skal leggja fram vottorð frá sýslumanni og kemur þá til lækkunar á gjaldi.Forgangsgjald er 30%.
  • Systkinaafsláttur er samkvæmt gjaldskrá https://www.floahreppur.is/static/files/Gjaldskrar...
  • 8. Mikilvægt er að nemandi mæti vel og stundvíslega í leikskólann og að dvalartími sé virtur. Nemanda skal skilað í hendur starfsfólks og það látið vita þegar hann er sóttur. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna ef nemandi er fjarverandi t.d. vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Þó nemandi sé fjarverandi greiða foreldrar fyrir dvölina.
  • 9. Ef foreldrar óska eftir breytingum á umsömdum dvalartíma skal ósk þar um berast til leikskólastjóra eigi seinna en 18. hvers mánaðar og breyting tekur þá gildi 1. næsta mánaðar. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við 1. hvers mánaðar.

Ef forráðamenn skulda leikskólagjöld fyrir þrjá mánuði eða meira, er heimilt að segja leikskóladvöl nemanda upp og setja skuldina í innheimtu.

  • 10. Forráðamenn greiða leikskólagjald frá þeim tíma sem nemandi er skráður í leikskólann. Þó nemandi nýti ekki skráðan leikskólatíma vegna orlofs, veikinda eða annarra aðstæðna greiðist fullt leikskólagjald samt sem áður. Undanþágu vegna sérstakra aðstæðna má sækja til leikskólastjóra, sem metur hverja umsókn fyrir sig. Heimilt er að fella fæðisgjald niður vegna langvarandi fjarveru nemanda og er þá miðað við 10 virka daga.
  • 11. Leikskólinn er lokaður í 5 vikur yfir sumarið. Leikskólinn er lokaður á aðfangadag og gamlársdag sem og á skipulagsdögum og starfsmannafundum .
  • 12. Nemandi er slysatryggður í leikskólanum. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á fatnaði eða öðrum munum sem tilheyra nemandanum og er í leikskólanu

© 2016 - 2024 Karellen