Leikskólinn Krakkaborg flaggar nú í annað sinn Grænfánanum en á síðast liðnum tveimur árum hefur leikskólinn unnnið markvist að því að efka umhverfismennt. Haustið 2018 var ráðin verkefnastjóri útikennslu við leikskólann. Með tilkomu verkefnastjóra hófust skipulagðar skógarferðir hjá þremur elstu árgöngum leikskólans, en í skóginum fá börnin tækifæri til þess að upplifa nátturuna og læra um hana á fjölbreyttan hátt. Í skóginum er mikil áhersla lögð á að ganga vel um náttúruna og hlúa að henni, má þar nefna að öll skordýr eru skilin eftir í skóginum, ef börnin finna brotin tré þá eru þau bundin upp/eða greinin söguð afog fylgst er með gróandanum. Einnig er hugsað um skógarbotninn en þegar það fer að sjá á honum flytjast hóparnir á nýtt svæði. Börnin fylgast með dýraríkinu í skóginum og hafa verið að gefa músum, refum og fuglum allan ársins hring. Mikil áhersla hefur verið lögð á ræktun síðast liðið ár. Börnin hafa forræktað grænmeti og meðal annars gert tilraunir til að rækta kryddjurtir, avakado, tómata, melónur, appelsínur og epli.

Ásamt því að vera skóli á grænni grein þá tekur leikskólinn einnig þátt í Gullunum í grenndinni í samstarfi við Flóaskóla og fékk úthlutað styrk frá Sprotasjóði vorið 2019. Verkefnastjórar voru í upphafi Anna Gína Aagestad, Íris Grétarsdóttir og Ólafur Oddsson en nú hefur Lena Rut Guðmundsdóttir tekið við af Önnu Gínu. Samstafsaðilar eru skógræktarfélag Villingarholltshrepps, skógræktarfélag Árnesinga og Flóahreppur. Á vorönn 2019 voru stofnuð teymi innan leikskólans, markmið þeirra var að efla matjurtarækt, auka fjölbreytni á skólalóð og hefja skjólbeltagerð á lóð leikskólans. Leikskólinn er með hænur í fóstri frá vori fram á haust á hverju ári.

Nemendur og starfólk leikskólans eru upplýstir og hvattir til að vinna að settum markmiðum. Foreldrar fá upplýsingar um markmið skólans þegar barnið þeirra hefur vistun. Deildarstjórar allra deilda senda einnig út vikulegt fréttabréf í tölvupósti þar sem m.a. er sagt frá vinnu tengdri Grænfánanum, verkefnum tengdum útinámi og einnig eru settar myndir og upplýsingar inn á foreldrasíður deildanna.Sveitastjórn fær upplýsingar um markmið skólans. Sendar eru greinar um umhverfismennt í Krakkaborg í Áveituna sem er fréttablað Flóahrepps.

Fræðast má enn frekar um Grænfánann á heimasíðu Landverndar https://landvernd.is/graenfaninn/


Umhverfisnefndarfundir


Umhverfisnefndarfundir -nemendur


© 2016 - 2021 Karellen