Karellen

Leikskólinn Krakkaborg flaggar nú í annað sinn Grænfánanum en á síðast liðnum tveimur árum hefur leikskólinn unnnið markvist að því að efka umhverfismennt. Haustið 2018 var ráðin verkefnastjóri útikennslu við leikskólann. Með tilkomu verkefnastjóra hófust skipulagðar skógarferðir hjá þremur elstu árgöngum leikskólans, en í skóginum fá börnin tækifæri til þess að upplifa nátturuna og læra um hana á fjölbreyttan hátt. Í skóginum er mikil áhersla lögð á að ganga vel um náttúruna og hlúa að henni, má þar nefna að öll skordýr eru skilin eftir í skóginum, ef börnin finna brotin tré þá eru þau bundin upp/eða greinin söguð afog fylgst er með gróandanum. Einnig er hugsað um skógarbotninn en þegar það fer að sjá á honum flytjast hóparnir á nýtt svæði. Börnin fylgast með dýraríkinu í skóginum og hafa verið að gefa músum, refum og fuglum allan ársins hring. Mikil áhersla hefur verið lögð á ræktun síðast liðið ár. Börnin hafa forræktað grænmeti og meðal annars gert tilraunir til að rækta kryddjurtir, avakado, tómata, melónur, appelsínur og epli.

Ásamt því að vera skóli á grænni grein þá tekur leikskólinn einnig þátt í Gullunum í grenndinni í samstarfi við Flóaskóla og fékk úthlutað styrk frá Sprotasjóði vorið 2019. Verkefnastjórar voru í upphafi Anna Gína Aagestad, Íris Grétarsdóttir og Ólafur Oddsson en nú hefur Lena Rut Guðmundsdóttir tekið við af Önnu Gínu. Samstafsaðilar eru skógræktarfélag Villingarholltshrepps, skógræktarfélag Árnesinga og Flóahreppur. Á vorönn 2019 voru stofnuð teymi innan leikskólans, markmið þeirra var að efla matjurtarækt, auka fjölbreytni á skólalóð og hefja skjólbeltagerð á lóð leikskólans. Leikskólinn er með hænur í fóstri frá vori fram á haust á hverju ári.

Nemendur og starfólk leikskólans eru upplýstir og hvattir til að vinna að settum markmiðum. Foreldrar fá upplýsingar um markmið skólans þegar barnið þeirra hefur vistun. Deildarstjórar allra deilda senda einnig út vikulegt fréttabréf í tölvupósti þar sem m.a. er sagt frá vinnu tengdri Grænfánanum, verkefnum tengdum útinámi og einnig eru settar myndir og upplýsingar inn á foreldrasíður deildanna.Sveitastjórn fær upplýsingar um markmið skólans. Sendar eru greinar um umhverfismennt í Krakkaborg í Áveituna sem er fréttablað Flóahrepps.

Fræðast má enn frekar um Grænfánann á heimasíðu Landverndar https://landvernd.is/graenfaninn/


Umhverfisnefndarfundir

Umhverfisnefndarfundur 29.nóvember 2021

Mættar: Ranna, Lena, Sara (ritari), Elín, Stefanía

Síðasta fundargerð var lesin og samþykkt.

Rætt var örlítið um grænmetisneyslu nemenda, en á síðasta fundi var ákveðið að reyna að auka hana að einhverju leiti og bjóða upp á ferskt salat með öllum mat. Það hefur gegnið vel en í rauninni fer minna af grænmeti en áður. Því var ákveðið að hafa meiri fjölbreytni með grænmetið, stundum salat og stundum grænmeti í sneiðum/bitum. Hins vegar var ákveðið að auka við grænmetið í nónhressingu og hafa þá alltaf eitthvað grænmeti í boði ásamt venjulegu áleggi.

Varðandi skipulagðar hreyfistundir þá má bæta sig þar og nú þegar bólusetningarnar hafa fært sig aftur á Selfoss höfum við nú greiðari aðgang að honum. Við stefnum á að nýta hann enn frekar og förum í meiri hreyfingu.

Nú hafa Krummar fundað saman og ákveðið annað þema fyrir leikskólan en leikskólum er skylt að taka tvö þemu í hvert skipti. Krummar völdu neysla og úrgangur. Þetta þema er núna hluti af afmælishátíð Grænfánans og hentar því okkur vel að finna verkefni og annað á heimasíðu þeirra. Við sem sátum fundinn veltum því fyrir okkur hvar við gætum byrjað og settum við markmið í desember að vera með Sparifatamarkað, en hann er hugsaður eins og fataskiptimarkaðurinn með áherslu á spari klæðnað. Megin markmiðið með þessum markaði er að gefa gömlum fatnaði nýtt líf. Einnig nýtum við umbúðir og pappakassa í föndur en ekkert verður keypt fyrir föndur svo nú skal leggja höfuðið í bleyti.

Elín skildi eftir tvær bækur fyrir leikskólan að skoða, hugmyndir um endurnýtingu efniviðs og annað

Hugmyndir vöknuðu enn og aftur það að fá gróðurhús á leikskólalóðina, eitthvað í líkingu við Bambi húsin sem margir leikskólar víðsvegar um landið eru farin að skarta. Húsin kosta vissulega eitthvað en það voru hugmyndir á lofti að fá styrki frá kvennfélögum sveitarinnar og frá fyrirtækjum.

Umhverfisnefnd fundargerð 13.október 2021

Mættar: Ranna, Sara(ritari), Hallfríður, Stefanía, Elín, Lena, Björg

Farið var yfir það hvernig allt fór aðeins á mis hjá okkur síðast liðin vetur og hvernig umhverfisráðið datt alveg út fyrir vikið. En við komum sterakri til baka og setjum okkur markmið fyrir veturinn sem eru í takt við heilsueflandi samfélag og okkar nánasta umhverfi.

Nokkrir punktar voru ræddir varðandi þemu sem nemendur gætu valið sér en það á eftir að koma fram á fundi hjá þeim hvaða þema þeir kjósa að vinna að í sameinningu með kennurum í vetur.

Leikskólinn ætlar nú að standa sig enn betur í flokkun og lagt var til að skoða neyslu leikskólans. Við spörum pappír eins og við getum og endurnýtum pappakassa og allskyns umbúðir sem hægt er að vinna listaverk úr.

Rætt var um hvaða markmið leikskólans langaði helst til að taka í vetur en stefnan er tekin á Lýðheilsu. Okkar fyrstu markmið þar eru að auka hreyfingu innann leikskólans sem og utan. Lagt er upp með að nemendur fari í það minnst á einu sinni í viku í skipulagðar hreyfistundir hvort sem það er farið í útileiki, þrautabrautir inni og úti eða hreyfileiki innann dyra. Lagt er upp með að styrkja félagsfærnina að bíða eftir röðinni að sér og að fara eftir settum leikreglum. Við dustum rykið að hlaupaskónum og förum í eltingaleiki og margt skemmtilegt.

Annað markið sem umhverfisnefnd setur er að auka grænmetisneyslu nemenda. Boðið verður upp á salat með öllum mat og munu starfsmenn ræða um holla næringu ásamt því hvaðan grænmetið kemur, hvernig kál vex upp úr jörðinni og epli vex á tré o.s.frv.


Umhverfisnefndarfundir -nemendur


© 2016 - 2024 Karellen