Karellen
news

Uppskeruhátíð ALLIR velkomnir

14. 09. 2021

Nú er komið að því að við gerum okkur dagamun og fögnum degi íslenskrar náttúru. Honum fögnum við með uppskeruhátíð fimmtudaginn 16.september kl.14.30-16 . Öllum er frjálst að koma til okkar en hátíðin verður haldin utandyra svo endilega verið klædd eftir veðri. Nemendur bjóða upp á smakk af þeim afurðum sem þeir hafa verið að malla saman núna í byrjun hausts, vöfflur, steikt brauð með rababarasultu og birkikryddi, myntute og fleira. Við verum með plöntuskiptimarkað eins og í fyrra en þar má finna nokkrar plöntur sem nemendur hafa verið að umpotta, taka græðlinga og hugsa um nú um nokkurt skeið. Gestum er heimilt að taka sér nýja plöntu hvort sem það er í skiptum fyrir einhverja gamla sem kom að heiman eða bara bæta nýrri í safnið. Við opnum út á engi en þar má hjálpast að við að taka upp kartöflur, kíkja á litlu gulræturnar okkar og smásalatið sem við reyndum að rækta (smá tilraun sem mistókst).

Hlökkum til að sjá sem flesta ????

© 2016 - 2024 Karellen