Karellen
news

Frábært tækifæri

07. 05. 2021

Aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri og leikskólakennari óskast í leikskólann Krakkaborg

Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 45-50 börn frá 9 mánaða aldri. Leikskólinn er Grænfána leikskóli og er lögð rík áhersla á umhverfismennt og grenndarkennslu. Leikskólinn starfar einnig eftir hugmyndafræði John Dewey „lærum af reynslunni“ (learning by doing). Hér er góður starfsmannahópur og góður starfsandi, yndisleg börn og jákvæðir foreldrar. Umhverfi leikskólans er náttúrulegt og bíður upp á óendanlega möguleika til náms og leikja.

Starfsvið:

•Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

•Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar
• Vinnur að uppeldi og menntun barna

Menntunar- og hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun, ef ekki fæst menntaður einstaklingur þá koma aðrar umsóknir til greina.

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum og starfi
Metnaður og áhugi fyrir faglegu leikskólastarfi

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, ásamt afriti af leyfisbréfi, upplýsingar um umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í stafið.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst 2021. Þegar hæfasti umsækjandi hefur verið valinn verður óskað eftir undirritaðri heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá viðkomandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sara Guðjónsdóttir, leikskólastjóri í síma 480-0151. Hægt er að sækja um starfið með því að senda tölvupóst á leikskoli@floahreppur.is en einnig er hægt að sækja um starfið á heimasíðu leikskólans

http://krakkaborg.leikskolinn.is/

Umsóknafrestur er til 26.maí 2021

© 2016 - 2024 Karellen