Fundargerðir foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Krakkaborgar 14. september 2015 Fundur settur kl. 21:40. Mættir eru 13 foreldrar auk tveggja stjórnarmeðlima. 1.mál. Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp . 2. mál. Reikningar. Eydís Rós gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. 23 heimili borguðu árgjaldið. Tekjur: 57.743 kr. Gjöld: 11.881 kr. Hagnaður/tap: 45.862 kr. Eignir í árslok: 56.268 kr. 3. mál. Árgjald. Ákveðið að halda árgjaldi óbreyttu, 2500 kr á heimili. Vel gekk að innheimta árgjald á síðasta ári þannig að það er til ágætlega mikið í sjóði til að styðja við starfið á næstu mánuðum. Upp komu umræður um hvort hægt væri að senda greiðsluseðla til að innheimta en það talið of kostnaðarsamt. 4. mál. Kosningar. María Hödd formaður og Eydís Rós gjaldkeri gefa ekki kost á sér áfram. Hulda Kristjánsdóttir heldur áfram sem ritari félagsins. Berglind Guðnadóttir gefur kost á sér sem formaður og Davíð Ingi Baldursson sem gjaldkeri. Varamenn eru þeir sömu og áður þær Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir og Silja Rún Kjartansdóttir. Samþykkt af fundarmönnum. Stjórn er því skipuð eftirfarandi 2015-2016: Formaður: Berglind Guðnadóttir Gjaldkeri: Davíð Ingi Baldursson Ritari: Hulda Kristjánsdóttir Varamenn: Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir og Silja Rún Kjartansdóttir 4. Önnur mál. Rætt um hvenig væri best að styðja við starfið í Krakkaborg. Hallfríður Ósk, aðstoðarleikskólastjóri, nefndi að það væri þörf á að bæta í dót á útisvæðið hjá krökkunum. Stjórnin mun skoða það mál betur. Umræður um hvort það væri möguleiki á að stofna kennitölu fyrir foreldrafélagið þannig að reikningar félagsins þurfi ekki að vera á persónulegum reikningi hjá gjaldkera. Stjórnin mun skoða það mál. Fundarmönnum bent á að bæta foreldrum inn á facebook síðu félagins ef einhverja vantar. Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 21:10. Fundargerð rituð af Huldu Kristjánsdóttur, ritara.