Hvíldin: Góður svefn og hvíld er ein af grunnþörfum fólks og mikilvæg undirstaða þess að ná að þroskast og dafna. Hvíldartími á Lóudeild miðar fyrst og fremst að aldri og þroska barnanna og er mjög einstaklingsbundinn. Á Ugludeild er hvíld á bilinu frá kl. 12:00 – 14:00 allt eftir þörf barnanna. Á Krummadeild leggjast nemendur á dínur hlusta á sögu eða leikrit eftir hádegismat. Í hvíld er leitast við að hafa notalegt umhverfi sem einkennist af hlýju og trausti.